Vinsemd
Vegferð að Vellíðan
Þar sem markmiðið er að styðja einstaklinga og fjölskyldur sem hafa upplifað erfiðleika, áföll eða sorg.
Í sumum tilvikum er einnig stuðst við listsköpun sem hluta af ferlinu. Einnig er boðið upp á ráðgjöf, sáttamiðlun, fræðslu og ýmis námskeið.
Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þjónustuna, þá er þér velkomið að bóka tíma.


Um mig
​
Ég heiti Ína Lóa og hef áralanga reynslu af kennslu, fræðslu, ráðgjöf og stuðningi við fólk í sorg og áföllum. Einnig hef ég mikla reynslu af því að leiða stuðningshópa og námskeið. Ég var einn af stofnendum Sorgarmiðstöðvar og framkvæmdastjóri þar fyrstu sjö árin. Einnig stofnaði ég samtökin Ljónshjarta. Ég er hugmyndasmiður og einn höfunda fræðsluþáttanna Missir I og II, og byggi starf mitt á faglegri þekkingu og eigin reynslu, með áherslu á nærgætni, virðingu og samkennd.
Menntun
-
Meistaranám í heilbrigðisvísindum - geðheilbrigði og áföll - HA (í námi)
-
Listmeðferð – HA (í námi)
-
Sálgæsla, diplóma á meistarastigi – EHÍ
-
Markþjálfun – Evolvia
-
Sáttamiðlun – Sáttamiðlaraskólinn
-
Kennaramenntun (B.Ed.) – HÍ
-
Fjölmörg námskeið um sorg og áföll
Markmið mitt
Að skapa öruggt og notalegt rými þar sem einstaklingar, börn og fullorðnir fá stuðning til að takast á við sorg, áföll og áskoranir, og vinna að bættri líðan með faglegri og hlýrri nálgun.








